Stórir hlutir eru að gerast hjá Reykjavíkurborg og er mikils að vænta á næstu árum í bættri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, enda löngu tímabært.

Fimmföldun á hjólaleiðum í Reykjavík á næstu fimm árum, tíföldun á næstu tíu árum, hraðbraut fyrir hjól milli Laugardals og miðborgar og brú yfir Elliðaárósa – eingöngu fyrir gangandi og hjólandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var nýlega í umhverfis- og samgönguráði.

Sjá nánar um hjólreiðaáætlunina hér:   http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-18853/