Í síðustu viku var hafist handa við framkvæmdir í klúbbhúsinu. Verið er að vinna við uppsetningu á nýrri eldhúsaðstöðu og endurskipulagningu í húsnæðinu á báðum hæðum.

Rífandi gangur er í verkinu og miðar því vel. Hafir þú skoðun á því hvernig húsnæðið ætti að vera mátt þú gjarnan leggja okkur lið í þessari vinnu.

Nokkrar ferðir hafa verið farnar með rusl  sem hefur safnast upp í gegnum tíðina. Margir nýir eru í húsnefndinni – það er því ekki augljóst hvað er rusl og hvað er í viðgerð eða eigu klúbbfélaga.

Þeim tilmælum er því hér með komið til skila að forða hjólum og öðrum hlutum sem eru í einkaeigu frá því að lenda í ruslinu og vera hent. Hjól og hjólahlutir sem ekki eru merktir með nafni og símanúmeri verðá álitnir eign klúbbsins og hent eða ráðstafað til þeirra sem óska. Frestur er aðeins ein vika þar sem álíka viðvörun hefur verið gerð áður.

Húsnefnd.