Langar þig að sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum?  Við ætlum að fara á miðvikudaginn 24.3.2021 og stefnan er að taka því rólega svo að sem flestir geti komið með.  Ef þörf er á verður hópnum skipt upp eftir getu.

Áætluð tímalína.

15:30     Lagt af stað akandi úr bænum.  Hægt að koma við í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

17:00     Lagt af stað hjólandi frá Grindavík.

18:00     Lagt af stað gangandi frá fjallsrótum.

19:00     Komið að gosinu.

20:30     Lagt af stað til baka.

23:00     Komið að bílnum og áætluð koma í bæinn um og eftir miðnætti.

Hjólaferðin er létt og flestir vanir hjólreiðum ráða við hana.  Gönguleiðin er krefjandi, brattar brekkur og nauðsynlegt að vera í góðum gönguskóm.  Hjólið þarf að vera með góð ljós að framan, við munum hjóla í algjöru myrkri á leiðinni til baka.  Ljósin þurfum við að taka með upp í Geldingadal til að lýsa okkur leiðina til baka.  Takið með vatn, nesti og orkustykki/drykki.  Hlý föt og ekki gleyma myndavélinni.

Við munum sameinast í bíla, fyrstur kemur, fyrstur fær pláss.  Þátttökugjald er 3000 sem greiðist bílstjóra.  Ef þú vilt vera með sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og taktu fram hvort þú getir boðið far eða vanti far.

Sjá einnig viðburð á Facebook og gætu frekari tilkynningar varðandi ferðina bæst við þar.
https://www.facebook.com/fjallahjolaklubburinn/posts/5771217389558864