Við ætlum í óvænta helgarferð 30 maí.

Fyrri dagleiðin er þægileg, allt á jafnsléttu, á malbiki og góðum malarvegum. Við munum hjóla frá Selfossi, niður að sjónum, að Stokkseyri, þar sem við munum gera hádegishlé og taka brimið og særokið inn í sálina. Hjólum aftur í norður að bílunum, þá höfum við lagt að baki 40 km og áætlum að það taki 5-6 tíma með hléum. Erfiðleikastig 4 af 10.

Við munum gista á Hótel Læk, í litlum smáhýsum, 3-4 í hverju húsi. Borða á veitingastaðnum um kvöldið og svo er morgunverðarhlaðborð næsta dag.

Á sunnudeginum munum við ganga frá dótinu okkar inn í bíla og keyra smá spöl norður til Flúða. Þaðan leggjum við af stað í hjólaferð dagsins. Hjólaður hringur upp frá þorpinu, 44 km. Eitthvað meira um brekkur og því erfiðleikastigið 5 af 10. Ferðin mun taka 5-7 tíma með hæfilegum neysluhléum

Hjólaleiðir helgarinnar eru upp úr Hjólabókinni hans Ómars Smára (4 bók – Árnessýsla), leiðir 4 (hluti hennar) og 11.

Mæting á laugardegi: Sunnulækjarskóli við Norðurhóla á Selfossi kl 10:00, lagt af stað úr bænum kl 9:00

Verð: Gisting 6.500, 2-3 saman í herbergi. Morgunverðarhlaðborð 2.500 og kvöldverður (af matseðli) frá kr 3.500. Vinsamlega takið penni föt með fyrir kvöldverðinn. Þ.e. skipta úr hjólafötum dagsins yfir í eitthvað annað.

Ef þig vantar far fyrir þig og reiðhjólið, þá eru það 3.000 og greiðast bílstjóra.

Fólk þarf að taka með drykkjarvatn og nesti fyrir hjólaferðirnar.

Þátttaka tilkynnist This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., takið fram fjölda, og hvort ykkur vantar far eða getið boðið einhverjum far. Takmarkað pláss, fyrstur kemur fyrstur fær.

Athugið að fólk er á eigin ábyrð í ferðum Fjallahjólaklúbbsins.