Helgina 6.-7. júlí verður farið í helgarferð um Snæfellsnes og Hítardal.

Á laugardag, 6 júlí hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.

Á sunnudaginn tökum við pjönkur okkar saman og keyrum í átt til Borgarness. En áður en við snæðum þar hamborgara samkvæmt hefð, þá ætlum við að hjóla Hítardalinn. Þar voru náttúruhamfarir í fyrra, við munum skoða skriðuna í kristilegri fjarlægð og undra okkur á ægikröftum náttúrunnar. Leiðin er á malarvegi og við höfum aftur möguleika á að hjóla 20-40 km þann daginn.

Erfiðleikastig 5 af 10. Fólk þarf að vera vant hjólreiðum og hafa hjólað í 1-2 klukkustundir samfleytt án vandkvæða.

Þátttaka tilkynnist til Hrannar með email. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Vinsamlega tilgreinið fjölda þátttakenda, hvort ykkur vanti far eða getið boðið far. Miðað er við að fólk borgi kr 5.000 fyrir far með sig og hjólið. Við munum fara út að borða um kvöldið. Að öðru leiti kostar ferðin ekkert, það þarf bara að taka með góða skapið og særa fram sól.

- Ferðanefnd