Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestast um amk. tvær vikur til 29. október 2020, Brekkustíg 2, kl. 20 með fyrirvara um covid varnaraðgerðir stjórnvalda. Opið hús fellur niður á næstunni samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda.

Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið ifhk@fjallahjolaklubburinn.is

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

Ennfremur er auglýst eftir tillögum að lagabreytingum. Þær verða að berast stjórn ÍFHK amk. 14 dögum fyrir aðalfund. 

Dagskrá aðalfundar:

 • 1. Kosning fundarstjóra.
 • 2. Skýrsla formanns.
 • 3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar
 • 4. Tillögur um breytingar á lögum klúbbsins. Sjá tillögur fyrir neðan.
  • a. Allar tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn amk. 14 dögum fyrir aðalfund
  • b. Þær verða svo kynntar félagsmönnum fyrir aðalfund í tölvupósti.
 • 5. Kosning formanns.
 • 6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
 • 7. Nefndir mannaðar
 • 8. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun
 • 9. Önnur mál.

Núgildandi lög ÍFHK má lesa hér: Lög ÍFHK

Lagabreytingartillögur:
Í vinnslu eru lagabreytingar til að samræma núverandi lög við kröfur Fyrirtækjaskrár.

Sjáumst á aðalfundinum,
Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins.