Þriðjudagskvöldferð með Fjallahjólaklúbbnum

28 ágúst verður síðasta þriðjudagskvöldferðin og þá verður mætingameistarinn 2018 krýndur.  Það er sá aðili sem hefur mætt flesta þriðjudaga í sumar.

Síðasta kvöldferðin verður farin frá Húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30.  Við munum hjóla upp í Mosfellsbæ, en þar ætlar höfðinginn Geir Harðarson að taka á móti okkur með vöfflukaffi og heitu súkkulaði.  Muna eftir vatni, orkustykki og viðgerðasetti.  Allt kvöldið mun fara í þessa síðustu kvöldferð, en við reynum að vera komin aftur til Reykjavíkur fyrir miðnætti.

Geir bíður upp á vöfflur