Grjótháls

Helgina 25. - 26. ágúst fer Fjallahjólaklúbburinn í helgarferð í Borgarfjörð.

 

Laugardagur

Á laugardagi verður hjólað frá Varmalandi upp Norðurárdal, yfir Grjótháls og Þverárhlíðar til baka.

Vegalengd um 55 km. Lagt verður af stað kl. 10

Gist í tjaldi á Kleppsjársreykjum, mögulegt að tjalda í gróðurhúsi ef eitthvað er að veðri.

 

Sunnudagur

Á sunnudegi verður hjólaður hringur um Skorradal.

Vegalengd um 42 km. Miðað við að leggja af stað frá Kleppjárnsreykjum kl. 10

 

Fararstjórar

Fararstjórar verða Auður, Björn og Guðný. 

 

Skráning

Skráning fer fram með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Ekki nægir að merkja við þáttöku í Facebook viðburði (gestalisti er falinn) heldur er beðið um að senda póst þar sem fram kemur netfang og sími ásamt nafni/nöfnum og fjölda þátttakenda. Einnig er gott að nefna hvort vanti far eða geti boðið far.

 

Erfiðleikastig 6 af 10.

Erfiðleikastig er á bilinu 1-10. Það er undirlag, lengd ferðar, brekkur, farangur, árstíð og mat fararstjóra hversu erfið ferð er. Allir geta tekið þátt í ferðum upp að 5, nægir að hafa hjólað reglulega eða verið í líkamsrækt. Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi fyrir erfiðleikastig 6 og því hærra erfiðleikastig, því betra þarf formið að vera. Ef þú ert í vafa er upplagt að senda fyrirspurn til fararstjóra.