Lagt af stað laugardaginn 13 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt.  Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg.  Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti.  Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki.  Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.  Sjónvarp á staðnum og þeir sem vilja geta fylgst með Eurovison.  

Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldi og hafragrautur í morgunmat (innifalið í verði), drykkjarföng að eigin vali, rúmföt (lak, sængur- og koddaver eða svefnpoka þarf að taka með), tannbursta og sundföt.  Trússbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í.  Næsta dag er lagt af stað um hádegisbil og hjóluð sömu leið til baka.  

Bókanir sendast í email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tiltakið fjölda þáttakenda.  Verð pr fullorðinn 7000 kr.  Innifalið gisting, kvöldverður, hafragrautur í morgunmat og trúss á dóti.  

Fararstjóri er Hrönn Harðardóttir, gsm: 823-9780  Erfiðleikastig 6 af 10.  Leiðin er að mestu á malbiki, en brattar brekkur reyna á þol þáttakenda.  Fín leið til að prófa formið fyrir ferðir sumarsins.  5-7 klst í austurátt, 4-6 í vestur.