Hratt, bratt? Létt, slétt? Puð, stuð? Hjólaferðir Íslandsvina 2017

Árlega býður Ferðaskrifstofan Íslandasvinir upp á hjólreiðaferðir um erlendar grundir og í ár er úrvalið sérlega fjölbreytt og glæsilegt bæði hvað varðar þær slóðir sem farið er um og ekki síður breidd þess hóps sem þær eru hugsaðar fyrir.

Í boði eru tíu mismunandi ferðir: Götuhjólaferð um fjölbreytt landslag Mallorca, racer hjólin tekin til kostanna meðfram sólarströndum og upp í hæðirnar inn á eyjunni (júní); hörku fjallahjólaferð um fagra fjallasali Chamonix í Frakkalandi, fulldempuð hjól á þessu stórkostlega leiksvæði (ágúst); tvær ferðir meðfram Dóná í Austurríki (júní), þar af önnur fislétt rafhjólaferð (september), ljúft og létt um eina fjölförnustu hjólaleið Evrópu; tvær mismunandi ævintýraferðir til Króatíu (Kvarner flóinn (september) og Dalmatíu ströndin (október), þarna er siglt á báti milli eyja sem síðan er hjólað um, ótrúlega flott og fjölbreytt; Slóvenía skoðuð að utan OG innan frá fjöru til fjalla, hjólað inni í námu, um fjallaskörð, vínræktarhéruð og meðfram Adriahafinu (september); farið um slóðir Drakúla greifa í Transilvaníu í Rúmeníu, tímaflakk um 40-50 ár aftur í tímann um fjarlægar slóðir (september); náttúrufegurðin við Gardavatnið á Ítalíu skoðuð frá ýmsum hliðum, enginn dagur öðrum líkur í stórkostlegri náttúrufegurð (lok maí/byrjun ágúst); og síðast en ekki síst; stórskemmtileg ferð um eyjuna Bornholm í Danmörku, þessi litla eyja kemur skemmtilega á óvart (ágúst)!

Í hverri ferð er verið á hjólum sem henta best landslagi og aðstæðum auk þess sem í nokkrar af þessum ferðum er hægt að bóka rafhjól, og þar með stækkar til muna sá hópur sem þær henta. Sérstaklega má benda á rafhjólaferðina meðfram Dóná og Bornholm ferðina (með því að skipta yfir í rafhjól) sem ákjósanlegar ferðir fyrir eldri borgara.

Flestar af þessum ferðum eru „njóta en ekki þjóta“ ferðir; upplifun í bland við hóflegt puð, góðan mat og þægileg hótel. Hver og einn staður eða svæði hefur sinn sjarma og mikið er innifalið í verði hverrar ferðar. Að sjáfsögðu leggja svo fararstjórarnir líf og sál til að gera hverja ferð sem eftirminnilegasta fyrir þátttakendur.
Skoða má allt úrval Íslandsvina á heimasíðunni islandsvinir.is auk þess sem að skrifstofan heldur úti virkri Facebook síðu þar sem ferðirnar eru kynntar.