Ert þú einn þeirra sem hefur dreymt um að ferðast á hjóli? Fjallahjólaklúbburinn býður til kvöldhittings fimmtudaginn 4. maí í létt spjall um hjólaferðir, búnað og undirbúning ferða. Við munum deila okkar reynslu af hjólaferðum hér á landi sem og erlendis. Fyrst og fremst er miðað við að spjalla um ferðir þar sem ferðast með allan farangur með á hjólinu og gist í tjaldi.

Þriðju helgina í maí, 20. - 21. maí, fylgjum við spjallinu eftir með léttri hjólaferð, hjólað verður með allan búnað og gist í tjaldi eina nótt.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hefur langað til að ferðast á hjóli en ekki látið verða af því.

Vinsamlega merkið við mætingu á viðburð á Facebook:
https://www.facebook.com/events/407079879658614/

Okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest,
Auður, Björn, Guðný og Þórður