Fimmtudaginn 15 desember ætlum við að halda aðventuhátíð.  Hittumst kl 19:00 við Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og hjólum vestur í bæ í Klúbbhúsið okkar.  Þar munum við kveikja á kertum og gæða okkur á heitu súkkulaði og öðru munngæti.  Við áætlum að lenda á Brekkustíg 2 kl 20:00 og þeir sem sjá sér ekki fært að taka þátt í (h)jóla-lestinni geta hitt okkur þar.

Eftir aðventuhátíðina fær húsnefndin jólafrí og opnum aftur á nýju ári.

Kv. Hrönn og húsnefnd