Frá byrjun maí hefur Fjallahjólaklúbburinn boðið upp á léttar og skemmtilegar hjólaferðir á hverjum þriðjudegi líkt og við höfum gert í yfir áratug. Við hjólum saman, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum  sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með  öruggum hætti.

23. maí verður síðasta þriðjudagsferð sumarsins og að venju verður hist við Fjölskyldu og húsdýragarðinn kl. 19.30 og hjólað vestur í bæ í kvöldkaffi og með því í klúbbhúsinu. Endilega sláist í för með okkur.

Frískur hópur í þriðjudagskvöldferð með Fjallahjólaklúbbnum