Þriðjudaginn 9 ágúst verður árvisst vöfflukaffi í Mosfellsbæ.  Hittumst í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum kl 19:30 og hjólum meðfram ströndinni heim til Geirs höfðingja, sem tekur á móti okkur í Barrholti 33.  Þó að hefðin segi að það eigi að vera löng ferð þriðja þriðjudag í hverjum mánuði, þá gerum við stundum undantekningar. 

Þriðjudagskvöldið 16 ágúst mun öðlingurinn Mona taka á móti okkur í Norska skálanum í Heiðmörk.  Svo það verður löng ferð báða dagana og nauðsynlegt að vera með vatnsbrúsa á hjólinu og smá orku í hjólatöskunni.

Helgarferðin um Skorradalsvatn um næstu helgi fellur því miður niður vegna forfalla.

-Ferðanefnd