Helgina 25. - 26. júní fer Fjallahjólaklúbburinn í helgarferð um Reykjanes. Hist við N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði kl. 10 og sameinast í bíla. Þaðan ekið til Sandgerðis og bílum lagt við Íþróttamiðstöðina.


Laugardagur

Hjólaður hringur Sandgerði, Reykjanesbær, Garður, Sandgerði, tæpir 45 km. allt á malbikuðum vegum.
Áætlaður tími ca. 4 klst. Farið í sund í Sandgerði ef tími gefst til.

Ekið til Grindavíkur þar sem gist verður á tjaldsvæðinu. Farið út að borða um kvöldið. Gott þjónustuhús er á tjaldsvæðinu, sturtur og aðstaða til að matast.

Sunnudagur

Hjólaður malarvegur um Eldvörp út í Reykanesvita, þaðan farið að Gunnuhver og Suðurstrandarveg aftur til Grindavíkur. Tæpir 40 km.
Malarvegurinn er nokkuð laus í sér á kafla en mjög skemmtileg hjólaleið.

Áætlaður tími u.þ.b. 4 klst.

Hjólaleiðir helgarinnar eru að mestu nokkuð viðráðanlegar, lítið um brekkur. Fararstjórar eru Auður Jóhannsdóttir og Björn Bjarnason. Kostnaður er 2.000 kr. fyrir  bílfar og gisting á tjaldsvæði.

Þeir sem hyggjast fara í þessa ferð, skrái sig með að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Látið vita ef vantar far eða getur boðið far.