Fimmtudaginn 17 mars nk. verður Ingibergur Sigurðsson með myndasýningu frá hinum ýmsu pílagrímaferðum sem hann hefur farið um sveitir Spánar, en samtals hefur hann farið um 7000 km. um landið. Skemmtileg frásögn ásamt því að farið verður í praktísk atriði.

Klúbbhúsið að Brekkustíg 2 er opið frá kl 20:00.  Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.