Kæri félagsmaður.  Við ætlum að prófa nýtt fyrirkomulag til hagræðingar.  Biðja ykkur um að leggja félagsgjaldið beint inn á reikninginn okkar.  2500 krónur fyrir félagsmann, þeir sem eru með fjölskylduáskrift greiða 3500 krónur og unglingar 17 ára og yngri 1500 krónur.  Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399.  Óþarfi að senda okkur tilkynningu, við sjáum á yfirlitinu hver greiddi.  15 mars munum við stofna kröfur á þá sem hafa ekki lagt inn og þær má greiða í netbönkum eða hjá gjaldkera.

Það tekur okkur svolítinn tíma að vinna þetta, en allir sem greiða á eða fyrir eindaga (21 mars) ættu að vera komnir með nýtt skírteini í hendurnar fyrir mánaðarmót.  Gömlu skírteinin renna úr gildi 1 apríl.  Ef einhverra upplýsinga er þörf, vinsamlega hafið samband við Hrönn, umsjónaraðila félagatalsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stuðningur ykkar er mjög mikilvægur starfseminni. Allt starf klúbbsins er unnið af sjálfboðaliðum og hefur svo verið þau 26 ár sem klúbburinn hefur starfað í þágu hjólreiða á Íslandi.

-Stjórnin