Það verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu í kvöld, 18 febrúar að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.  Fjölbreytt úrval ferða og erfiðleikastigið allt frá auðveldu yfir í grjóthart. Allir ættu að finna ferð við hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir.

Kaffi og kruðerí í boði, en viðgerðaaðstaðan verður lokuð þetta kvöld, það verður sýning á ferðahjólum á neðri hæðinni.