Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 29. okt. kl. 20 Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

Ennfremur er auglýst eftir tillögum lagabreytingum. Þær verða að berast stjórn ÍFHK amk. 14 dögum fyrir aðalfund

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla formanns.

3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar

4. Tillögur um breytingar á lögum klúbbsins. Sjá tillögur fyrir neðan.

   a. Allar tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn amk. 14 dögum fyrir aðalfund

   b. Þær verða svo kynntar félagsmönnum fyrir aðalfund í tölvupósti.

5. Kosning formanns.

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

7. Nefndir mannaðar

8. Lögð fram tillaga fjárhagsáætlun

9. Önnur mál.

Stjórnin.

 

Tillögur að breytingum á lögum Íslenska fjallahjólaklúbbsins

Núgildandi lög ÍFHK má lesa hér: Lög ÍFHK

Sesselja Traustadóttir sendi eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:

 

1. grein:

1.grein: Félagið heitir Íslenski Fjallahjólaklúbburinn, skammstafað ÍFHK.

Breytingartillaga:

1.grein: Félagið heitir Íslenski samgönguhjólreiðaklúbburinn, skammstafað ÍSHK.

 

4. grein:

4.grein: Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. ÍFHK stendur fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.

Samkvæmt 4. grein er talað um hjólreiðafólk. Rétt er að tala um vegfarendur sem hjóla frekar en hjólreiðamenn.

Tillaga:

4.grein: Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir vegfarendur sem hjóla til samgangna. ÍFHK stendur með annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.

 

7. grein:

7. grein: Hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjald fyrir aðalfund, hefur hann ekki atkvæðisrétt á aðalfundi og er ekki kjörgengur í stjórn og nefndir. Við afgreiðslu atkvæða ber félagsmanni að sýna félagsskírteini. Falli greiðsla félagsgjalda niður í eitt ár hættir félagsmaður að fá fréttabréf félagsins. 

Breytingartillaga:

7. grein: Hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjald fyrir aðalfund, hefur hann ekki atkvæðisrétt á aðalfundi og er ekki kjörgengur í stjórn og nefndir. Við afgreiðslu atkvæða ber félagsmanni að sýna félagsskírteini. Falli greiðsla félagsgjalda niður í eitt ár hættir félagsmaður að fá fréttabréf félagsins.

 

9. grein:

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

Breytingartillaga:

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, sem er kosinn í sér kosningu og skal hann kosinn til eins árs í senn. Síðan skulu tveir menn kosnir til stjórnar árlega, til tveggja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum og skal vera skipað í embætti varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda til eins árs.

Sé formaður kosinn úr stjórn eftir árs stjórnarsetu, af tveimur, skal kosið í stað þess stjórnarmanns til eins árs.

Ef stjórnarmaður hættir áður en kjörtíma hans lýkur, þá tekur varmaður sæti í stjórn og síðan kosinn nýr varamaður á næsta aðalfundi félagsins.

Sérákvæði fyrir aðalfundinn 2015: Tveir stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs og tveir stjórnarmenn til tveggja ára.

 

10. grein:

10. grein: Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber ábyrgð á eignum þess og boðar til funda. Stjórnarfundir skulu haldnir að jafnaði mánaðarlega. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

Hvað er félagsfundur hjá ÍFKH og hvernig er hægt að óska eftir honum? Vantar skilgreiningu á honum samkvæmt lögum félagsins og spurning um að laga þau til samræmis við ákvæði laganna.

Breytingartillaga:

10. grein: Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber ábyrgð á eignum þess og boðar til funda. Stjórnarfundir skulu haldnir að jafnaði mánaðarlega. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

Stjórn ber að halda opna og vel auglýsta félagsfundi amk. fjórum sinnum á starfsárinu. Ef 10 félagsmenn óska eftir félagsfundi þess utan, ber stjórn að boða til hans innan 3ja vikna.

 

9. grein:

Breytingatillaga 2 um 9. grein frá Sigurði M. Grétarssyni og Páli Guðjónssyni til að samræma lögin núverandi vinnuháttum varðandi varamenn í stjórn og notkun skoðunarmanna reikninga frekar en löggiltra endurskoðenda:

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn, skoðunarmann reikninga og formenn nefnda.