Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Þriðjudagskvöldferð
Þriðjudagur 14 ágúst 2018
Contact This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þriðjudagskvöldferðirnar eru vikulegar fjölskylduvænar ferðir um höfuðborgarsvæðið fram á haust.

Markmið ferðanna er að kynna og skoða hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu svo reiðhjólið nýtist okkur betur sem samgöngutæki og afþreying.

Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna. Allir eru velkomnir, það þarf ekki að vera félagsmaður til að taka þátt í þriðjudagskvöldferðunum okkar. 

Hraða er stillt í hóf og ferðirnar taka venjulega um einn og hálfan tíma.

Oftast er leiðin valin á staðnum og tekið mið af veðri og vindum þeim sem mæta í hverja ferð. Brottför er kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi.

 

 

Location  frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691