Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Borgarfjörður
From Laugardagur 25 ágúst 2018
To Sunnudagur 26 ágúst 2018

25. - 26. ágúst - Borgarfjörður
Hjólað frá Varmalandi upp Norðurárdal, yfir Grjótháls og Þverárhlíðar til baka.

Vegalengd um 55 km.

Gist í tjaldi á Kleppsjársreykjum, mögulegt að tjalda í gróðurhúsi ef eitthvað er að veðri.

Á sunnudegi verður hjólaður hringur um Skorradal.

Vegalengd um 42 km.

Fararstjórar Auður, Björn og Guðný.

Erfiðleikastig 6 af 10.

--

Erfiðleikastig er á bilinu 1-10.  Það er undirlag, lengd ferðar, brekkur, farangur, árstíð og mat fararstjóra hversu erfið ferð er.  Allir geta tekið þátt í ferðum upp að 5, nægir að hafa hjólað reglulega eða verið í líkamsrækt.  Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi fyrir erfiðleikastig 6 og því hærra erfiðleikastig, því betra þarf formið að vera.  Ef þú ert í vafa er upplagt að hafa samband við einhvern í ferðanefnd, email og símanúmer er að finna á heimasíðunni.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691