Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Heydalur
From Föstudagur 27 júlí 2018
To Sunnudagur 29 júlí 2018

27. - 29. júlí: Heydalur

Vestfirðir verða heimsóttir í ár. Gist á tjaldsvæðinu í Heydal (fólk getur líka valið innigistingu) og hjólaðar stuttar vegalengdir, 30-40 km á dag.

Engar brekkur og góðir vegir. Bæði malar og malbik.

Mjóifjörður verður hjólaður á laugardag, snætt í veitingastaðnum Heydal og svo verður hjólaður Gilsfjörður á leiðinni aftur suður.

Fólk þarf sjálft að koma sér á staðinn, en reynt verður að sameinast í bíla eftir því sem hægt er.

Fararstjóri Hrönn.

Erfiðleikastig 4 af 10.

--

Erfiðleikastig er á bilinu 1-10.  Það er undirlag, lengd ferðar, brekkur, farangur, árstíð og mat fararstjóra hversu erfið ferð er.  Allir geta tekið þátt í ferðum upp að 5, nægir að hafa hjólað reglulega eða verið í líkamsrækt.  Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi fyrir erfiðleikastig 6 og því hærra erfiðleikastig, því betra þarf formið að vera.  Ef þú ert í vafa er upplagt að hafa samband við einhvern í ferðanefnd, email og símanúmer er að finna á heimasíðunni.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691