Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Hvalvatn - Leggjabrjótur - dagsferð
Sunnudagur 24 júní 2018

24 júní Hvalvatn - Leggjabrjótur - dagsferð

Ferðin hefst við Svartagil kl. 10:30, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjabrjót og þaðan í Svartagil.

Erfiðleikastig 9 af 10.

Vegalengd 45 km.

Fararstjóri Örlygur Sigurjónss.

--

Erfiðleikastig er á bilinu 1-10.  Það er undirlag, lengd ferðar, brekkur, farangur, árstíð og mat fararstjóra hversu erfið ferð er.  Allir geta tekið þátt í ferðum upp að 5, nægir að hafa hjólað reglulega eða verið í líkamsrækt.  Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi fyrir erfiðleikastig 6 og því hærra erfiðleikastig, því betra þarf formið að vera.  Ef þú ert í vafa er upplagt að hafa samband við einhvern í ferðanefnd, email og símanúmer er að finna á heimasíðunni.

 

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691