Árni Davíðsson

Árni Davíðsson
 1. Ellidaarborg

   

   

   

   

   

  Fyrir skemmstu skrifaði ég grein um byggingu íbúða og þjónustu á Hagatorgi við Hótel Sögu þar sem ég gerði ráð fyrir að engin bílastæði fylgdu íbúðum en að íbúar gætu samnýtt bílastæðin við Háskóla Íslands og lagt bílum sínum þar á kvöldin og um helgar. Nú hafa menn komið að máli við mig og verið óánægðir með að ekki skuli bílastæði fylgja íbúðum. Það að vera bíllaus er ekki allra og marga dreymir um að ganga beint ofan í bílakjallara og njóta alls þess besta sem stofnbrautarkerfi höfuðborgarsvæðisins hefur upp á að bjóða.

  Auðvitað verð ég við þeirri ósk og því vil ég stinga upp á sambærilegri íbúðabyggð á hinum enda skalans. Ekki inni í íbúahverfi heldur einmitt þar sem aðstæður eru hagstæðastar fyrir bílaeigendur. Hvar er betra fyrir þá að vera en einmitt í slaufu paradísinni þar sem Miklabraut/Vesturlandsvegur og Sæbraut/Reykjanesbraut liggja saman? Þar liggja leiðir til allra átta.

  Flatarmálið er svipað og flatarmál Kvosarinnar í miðborg Reykjavíkur og er nýtingarhlutfall svæðisins 0% í dag. Þarna er ekki eitt einasta hús (reyndar eitt veituhús). Af því koma engin fasteignagjöld og ekkert útsvar. Flatarmál svæðisins er um 132.000 m2 eða 13,2 ha. Á þeim er hægt á koma fyrir byggingum á um 4,4 ha ef við miðum við að byggja ekki yfir allar slaufurnar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þarna væri hægt að byggja eins og fjögur Höfðatorg með öllu saman, bílakjöllurum og 18 hæða turnum og væri hægt að tengja svæðið vel við vegakerfið með að- og fráreinum. Almenningssamgöngur mundu líka eiga greiða leið þarna í gegn. Með því að byggja á svæðinu væri líka hægt að opna nýjar leiðir fyrir gangandi og hjólandi en eins og sakir standa er þetta svæði lokað fyrir þessa vegfarenda hópa.

  EllidaarborgTafla

   

   

   

  Við skulum gefa okkur forsendur til að sýna möguleika svæðisins. Þær eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mögulegt byggingarsvæði skiptist í fjórar misstórar eyjar milli slaufa. Í töflunni er gert ráð fyrir að grunnflötur hvers turns sé um 1.000 m2 og að fjöldi þeirra sé mismunandi eftir stærð svæðisins frá tveimur upp í fimm turna eftir stærð slaufunnar. Væntanlega yrði meira og minna allt svæði á hverri slaufu byggt upp með bílakjöllurum, að- og fráreinum, stígum og göngum og gróðri til að koma umferð akandi, gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum fyrir. Þetta byggingarmagn er ekki reiknað út. Hæð turna í þessari forsendu er 18 hæðir og er reiknað heildarflatarmál íbúðarýma og sameignar á hverri slaufu með því að margfalda grunnflöt x fjölda turna x fjölda hæða. Gefin er forsenda um 100 m2 meðalflatarmál íbúðar með sameign og hún deilt í heildarflatarmál gefur fjölda íbúða og það margfaldað með 1,5 íbúum á íbúð gefur heildarfjölda íbúa á slaufu. Þessar forsendur gefa fimmtán 18 hæða turna með heildarflatarmál 270.000 m2, 2.700 íbúðir og 4.050 íbúa. Nýtingarhlutfall lóða yrði 6,2 og gatnamótanna í heild um 2,0.

  Auðvitað eru þessar forsendur samt óraunhæfar sem slíkar þar sem svona þétt íbúðabyggð án tenginga við skóla og leikskóla kemur ekki til greina. Reyndar er ekki útilokað að koma fyrir leikskóla og fyrstu stigum grunnskóla suðaustan við svæðið utan við slaufurnar, þar sem það snýr út á móti Elliðaánum, og gæti því visst hlutfall íbúða verið reist á staðnum.

  Þessar hugmyndir eru fyrst og fremst settar fram til gamans til að sýna hvað plássið er mikið á þessum stað og hve miklu væri hægt að koma þarna fyrir. Ef farið verður í það að byggja upp þetta vannýtta land í slaufunum er líklegt að húsin yrðu mis há og þjónuðu mismunandi hlutverki svipað og á Höfðatorgi. Þarna væri góður staður til að koma fyrir skrifstofum, hótelum, þjónustu og íbúðum. Þetta er svæði sem hentar vel í slíka uppbyggingu og í raun mun betur en mörg þau svæði sem verið er að um-turna núna. Raunhæft er að gera ráð fyrir háu nýtingarhlutfalli þar sem samgöngur eru með allra besta móti í allar áttir bæði á einkabíl og með almenningssamgöngum og hjólandi.

  Greinin birtist fyrst í Stundinni.

 2. Hagatorg

   

   

   

   

   

  Á höfuðborgarsvæðinu er sem kunnugt er mikill skortur á minni íbúðum fyrir ungt fólk sem er að flytja að heiman og kaupa sína fyrstu íbúð. Þá er mikill fjöldi útlendinga og Íslendinga sem býr í slæmu húsnæði í ólöglegum vistarverum í iðnaðarhúsnæði og í ósamþykktu húsnæði og herbergjum. Staða stúdenta er líka slæm og vantar mikið af leiguhúsnæði fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu.

  Því miður hefur mikið af því húsnæði sem hefur verið byggt á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið markaðsett fyrir vel stæða íbúa á miðjum aldri. Þeir borga hátt útsvar, að minnsta kosti ef tekjur þeirra eru ekki eingöngu fjármagnstekjur og ef þeir skrá lögheimili í húsnæðinu. Þá eru há fasteignagjöld af dýrum íbúðum. Þeir valda sveitarfélögunum síðan litlum tilkostnaði vegna skóla og leikskóla því börnin eru oftast flutt að heiman. Sveitarfélögin þurfa að gera miklu meir að því að skipuleggja ódýrara húsnæði fyrir ungt fólk því samfélagið getur ekki bara verið samansett úr vel stæðu fólki yfir fimmtugt. Færa má sannfærandi rök fyrir því að húsnæðisvandi ungs fólks sé farin að hafa áhrif á barneignir og þar með á tilkomu næstu kynslóðar Íslendinga, sem verður fámennari fyrir vikið. Að mínu mati er því skynsamlegt að beina sjónum að opnum vannýttum svæðum og hugsa fyrir uppbyggingu húsnæðis þar sem getur nýst þeim hópum sem mest vantar húsnæði.

  Til að byrja einhversstaðar langar mig til að koma með tillögu um betri nýtingu á Hagatorgi við Hótel Sögu. Núverandi torg þjónar litlum tilgangi nema sem stórt opið illa nýtt svæði, sem lengir vegalengdir gangandi fólks. Ég legg því til að á Hagatorgi verði byggt. Þar sem Hagatorg er nálægt Háskóla Íslands gæti hluti íbúða verið fyrir stúdenta og hluti íbúða fyrir nýja kaupendur og hluti félagslegt húsnæði. Ekki er þörf á sérstökum bílastæðum fyrir íbúðirnar því íbúar, ef þeir eiga bíl, geta lagt í stæðum við háskólann sem standa auð nema yfir hádaginn og þannig er hægt að samnýta bílastæðin.

  Hér varpa ég fram hugmynd um íbúðaturn til að sýna möguleika svæðisins en aðrar útfærslur koma auðvitað til greina. Það væri eins hægt að hugsa sér randbyggð eða önnur byggðaform. Hagatorg er 83 m í þvermáli og væri hægt að byggja til dæmis hús þar sem neðstu 1-2 hæðirnar eru um 63 m í þvermáli með verslun, þjónustu og veitingastaði. Undir yrði kjallari í sömu stærð með geymslur fyrir íbúðir, sameiginleg þvottarými, hjóla og vagnageymslu, tæknirými og aðstöðurými fyrir verslun og þjónustu. Ofan á kæmi hús með íbúðum og gæti það verið um 42 m í þvermál þar sem íbúðir eru hringinn en í kjarna byggingar eru tengirými, lagnarými, lyftur og stigagangar. Utan við húsið á Hagatorgi er 20 m breitt svæði sem gæti verið breið gangstétt með gróðri, aðkoma fyrir affermingu, skammtíma bílastæði, hjólastæði og bílastæði fatlaðra (sjá mynd). Gönguleiðir lægju yfir hringtorgið í kring.

  Fjöldi íbúðahæða gæti verið þó nokkur en ef að líkum lætur vilja nágrannar hafa húsið sem lægst. Hótel Saga er sjö hæðir og blokkir við Birkimel eru sex hæðir og gætu þessar hæðir verið fyrirmynd. Húsið gæti líka verið mun hærra og þá verið einskonar kennileiti á Melunum.

  Til að nefna hugsanlegan fjölda íbúða má gefa sér ýmsar forsendur. Til að nefna dæmi má gefa sér forsendu um 14 hæðir þar af 12 íbúðahæðir, meðalstærð íbúða um 70 m2 og 1,5 manns í heimili. Það myndi gefa nýtingarhlutfall lóðar upp á 4,8, 180 íbúðir og 270 íbúa. Ef miðað er við sjö hæðir eins og Hótel Saga og sömu forsendur, eru íbúðahæðir fimm, nýtingarhlutfall lóðar 3, íbúðir 75 og íbúar 112.

  Þessari hugmynd er hér kastað fram til umræðu og auðvitað munu ekki allir vera sáttir. Mér finnst þó vera til einhvers að vinna að byggja ódýrt húsnæði fyrir þá sem virkilega þurfa á því að halda. Eins að skapa meira líf á þessu svæði og bæta nýtingu innviða. Ég treysti arkitektum fullkomlega til að teikna fallega byggingu sem fellur vel inn í umhverfið.

  Greinin birtist fyrst í Stundinni.

 3. Það er ekki vitað hver þáttur öryggisbúnaðar er í fækkun slysa. Að öllum líkindum er hann einhver. Líklegra er að fækkun slysa á börnum megi að mestu rekja til þriggja þátta.

  • Öruggari umhverfis og lægri ökuhraða í íbúðahverfum. 30 km hverfin og hraðatálmandi aðgerðir eins og hraðahindranir og þrengingar skipta þar líklega miklu.
  • Minni hreyfingar barna og meiri inniveru. Minni útileikir og hreyfingarleysi eru neikvæðir fylgifiskar.
  • Meiri notkunar öryggisbúnaðar. Börnum er mikið ekið sem er neikvætt en nú eru þau oftast í barnabílstólum eða beltum sem er þó ágætt.

   

 4. Ég veit ekki hvort Ragnar hafni alfarið alþjóðlegum samanburði en ég efast þó frekar um það. Slíkur samanburður er oft erfiður og þarf að gæta að því að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur. Stundum sýnist manni þeir sem eru í slíkum samanburði velji að halda á lofti þeim samanburði sem hentar þeirra málstað en ekki hinum sem styður hann ekki. Það kemur reyndar fram hjá Ástu að "opinberar rannsóknir séu ekki heilagar".

  Þegar jafn einföld tölfræði og bílaeign íslendinga og flatarmál þéttbýlis í Reykjavík vefst fyrir mönnum er ekki á góðu von þegar á að bera saman lífskjör og annað með flóknum mælikvörðum.

 5. Auðvitað má ekki kenna því um að hann hafi verið ökumaður. Nei, hann var skíðamaður!

  Væntanlega var hann á svigskíðunum og traðkaði þarna allt út þannig að stórsá á fótboltavellinum.

  Kannski var hann eitthvað meira líka. Kannski pabbi, einhleypur, hvítur, svartur, hommi, forstjóri, verkamaður eða hjólreiðamaður. Getum við ekki kennt því um líka að hann hafi eyðilagt völlinn?

  Við skulum a.m.k. ekki kenna þvi um að hann hafi verið ökumaður undir stýri á bíl sem bar ábyrgð á akstrinum. Fyrsta lögmálið í blaðamennsku virðist vera:

  1. Ökumaður ber aldrei ábyrgð á akstrinum og því tjóni sem hann veldur. Ávallt skal kenna öðru um. tongue-out