Fimmtudaginn 15 febrúar verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl 20:00 og kynningin hefst kl 20:15. Heitt á könnunni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

Átt þú skemmtilegar hjólamyndir úr ferðum eða hjólatúrum sem þig langar að sýna öðrum og segja frá? Hefur þú gaman af að skoða skemmtilegar hjólamyndir?

Fimmtudaginn 8. febrúar bjóðum við upp á “opinn skjá” þar sem þeir sem vilja geta boðið upp á stutta myndasýningu frá skemmtilegum hjóladögum. Við ætluðum að hafa þetta 1. febrúar en frestum myndasýningunni um viku vegna veðurviðvörunar á höfuðborgarsvæðinu 1. feb.

Í vetur verður opið fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði.  Frá 20:00 til 22:00  Það verður opið hús hjá okkur 16 nóvember og 7 desember.  Þá munum við halda aðventuhátíð.  Nánari upplýsingar um hana verða sendar út síðar.  Frá 8 desember verður lokað fram yfir áramót.  4 janúar fögnum við nýju ári i gamla góða Klúbbhúsinu okkar.

Við viljum minna á félagsgjöldin 2017 sem ættu að vera komin í heimabankann hjá öllum. Á næstu dögum kemur líka heim nýjasti Hjólhesturinn uppfullur af fróðleik og skemmtilegheitum ásamt greiðsluseðli til að minna á félagsgjöldin. Athugið að félagsskírteini er með í umslaginu hjá þeim sem greiddu fyrir 23 mars.