Þegar skyggja tekur er það því miður allt of algengt að hjólreiðafólk sé ljóslaust. Því var það að eftir að fagmaðurinn Palli gjaldkeri smíðaði sér bráðsnjallan blikkara í framljós sitt, að hugmynd kom fram að gera prófun á helstu hjólaljósum á markaðnum og birta hana í heild sinni hér í Hjólhestinum.

Nú í skammdeginu sjást allt of margir hjólreiðamenn í umferðinni ljóslausir og illa búnir, eða réttara sagt sjást ekki. Samkvæmt gildandi reglugerð um búnað reiðhjóla eiga öll hjól að vera útbúin með glitmerkjum, hvítum að framan og rauðum að aftan, auk gulra eða hvítra glitmerkja á pedulum og teinum. "Reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni skal búið ljóskeri að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljóskeri að aftan sem lýsir rauðu ljósi". "Ljóskerin skulu fest við hjólið" og "lýsa nægilega vel".

Þegar maður hyggur á ferðalög er margs að gæta, finna þarf til búnaðinn, fóðrið og fötin og raða svo eftir settum reglum á hjólið. Fyrir það fólk sem er að huga að sinni fyrstu ferð á fjallahjóli ( nú eða gamla Möve) eru hér nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

"Það er fullt af konum sem hjóla af alvöru og þær þurfa góð hjól." sagði Georgena Terry og sló hnefanum í borðið þegar konur fóru að sækja hana heim og kvarta yfir hjólum sem pössuðu illa og meiddu. Hún stóð við orð sín og hóf framleiðslu á hjólum sérsniðnum þörfum kvenna. "Fertug kona með hnakk sem meiðir vill ekki tala um það við 16 ára afgreiðslustrák, og hann vill ekkert heyra um slíkt."

Það þarf ekki endilega að kaupa nýtt hjól þegar áhuginn vaknar á að stíga á sveif því margir eiga reiðhjól sem hafa staðið inni í geymslu lengi óhreyfð og má vekja af dvala með nokkrum olíudropum því að rifja upp vorverk hjólreiðamannsins.