MEÐ HÁLENDINU - GEGN NÁTTÚRUSPJÖLLUM

Náttúruverndarsamtök, útivistarfélög og fjölmargir einstaklingar boða til almenns fundar um verndun miðhálendisins í Háskólabíói, laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 14:00.

Á dagskrá fundarins eru ávörp og fjölbreytt skemmtiatriði:

Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur
Voces Thules
Dansarar úr Íslenska dansflokknum undir stjórn Láru Stefánsdóttur
Súkkat
Anna Kristín Arngrímsdóttir, leikkona
Trúðarnir Barbara og Úlfar
Dansdúóið Lipurtré
Rússíbanar
Barnakór undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar
Jóga, lag Bjarkar Guðmundsdóttur flutt á myndbandi
Oddaflug, brot úr heimildamynd Páls Steingrímssonar

Ávörp flytja: 
Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur og náttúrufræðingur
Bjarnheiður Hallsdóttir, ferðamálafræðingur
Dr. Guðmundur Sigvaldason eldfjallafræðingur
Hallmar Sigurðsson, leikstjóri
Dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðefnafræðingur
Birgir Sigurðsson, rithöfundur
Fundarstjóri er Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld
Kynnir er Edda Heiðrún Backman, leikkona

Tæknileg atriði og stjórnun: 
Leikmynd: Sviðsmyndir og Elín Edda Árnadóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóð: Exton
Myndskyggnur: Ingimundur Stefánsson
Sýningarstjórn: Kristín Hauksdóttir
Yfirumsjón: Kolbrún Halldórsdóttir
Allir flytjendur leggja fram vinnu sína án endurgjalds og aðgangur er ókeypis.
Veggspjald til styrktar málefninu verður til sölu á staðnum og kostar 500 krónur.

Fundurinn stendur frá kl. 14:00 til kl. 15:30.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Kolbrún Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri verkefnisins (vs: 862 4808, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ).

--------------------------------------------------------------------------------

Eldri fréttatilkynningar:

MEÐ HÁLENDINU - GEGN NÁTTÚRUSPJÖLLUM

Að tilhlutan náttúruverndarsamtaka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga er boðað til almenns fundar um verndun náttúru miðhálendisins í Háskólabíói, laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 14:00.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

Þeir sem fram koma eru

Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur
Voces Thules, dansarar úr Íslenska dansflokknum undir stjórn Láru Stefánsdóttur
Súkkat
Anna Kristín Arngrímsdóttir, leikkona
Trúðarnir Barbara og Úlfar
Dansdúóið Lipurtré
Rússíbanar og barnakór undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar.
Auk þess verður flutt af myndbandi lag Bjarkar Guðmundsdóttur Jóga og
brot úr heimildamynd Páls Steingrímssonar Oddaflug.

Þeir sem munu flytja ávörp eru:

Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur
Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamálafræðingur
Dr. Guðmundur Sigvaldason fyrrv. forstöðumaður Norrænu eldfjallamiðstöðvarinnar
Hallmar Sigurðsson leikstjóri
Dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðeðlisfræðingur og
Birgir Sigurðsson rithöfundur
Fundarstjóri er Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld
Tæknileg atriði og stjórnun:

Leikmynd, Sviðsmyndir og Elín Edda Árnadóttir
Lýsing, Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóð, Exton
Myndskyggnur, Ingimundur Stefánsson
Sýningarstjórn, Kristín Hauksdóttir
Yfirumsjón, Kolbrún Halldórsdóttir.

Allir flytjendur leggja fam vinnu sína án endurgjalds og aðgangur er ókeypis.
Veggspjald til styrktar málefninu verður til sölu á staðnum og kostar 500 krónur.

Fundurinn stendur frá kl. 14:00 til kl. 15:30.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Kolbrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins
(vs: 862 4808, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ).

--------------------------------------------------------------------------------

Til upplýsingar.

Verndun miðhálendis Íslands er eitt brýnasta framtíðarmál okkar Íslendinga og skiptir heimsbyggðina alla máli. Miðhálendi Íslands er stærsta óbyggða víðerni Evrópu og þar skartar sérstæð íslensk náttúra sínu fegursta. Þessari dýrmætu náttúruauðlegð þjóðarinnar má ekki spilla frekar en orðið er. Hana má heldur ekki eyðileggja með stórfelldri virkjun á vatnsafli í þágu orkufrekrar mengandi stóriðju eða raforkusölu um sæstreng, né með lagningu háspennulína og uppbyggðra vega, eins og áform eru um.

Að fundinum í Háskólabíói standa einstaklingar, ýmis náttúruverndarsamtök og útivistarfélög (sjá nafnalista). Hópurinn að baki þessu verkefni gengur undir heitinu Hálendishópurinn. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru velkomnir í hópinn.

Á undirbúningsfundi í Hlaðvarpanum þ. 27. október sl. voru kynnt meginmarkmið með fundinum í Háskólabíói og kosin stjórn til að stýra verkefninu. Skömmu eftir fundinn réði stjórnin framkvæmdastýru, Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra (vs: 862 4808, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Fundurinn í Háskólabíói er haldinn til að efla samkennd og stuðning við verndun miðhálendisins (sjá nánar blað með meginmarkmiðum fundarins).

Dagskrá samkomunnar er í mótun og miðar vel áfram. Hún á að vera stutt, hnitmiðuð og fjölbreytt. Fundurinn stendur frá kl. 14:00 til kl. 15:30. Boðið verður upp á margvísleg atriði sem okkar færustu listamenn flytja - kórsöng - spilverk - leikverk - myndverk - ljóðalestur - o.m.fl. Þess á milli njótum við innblásinna hvatningarorða þeirra Guðmundar Páls Ólafssonar, Bjarnheiðar Hallsdóttur, dr. Guðmundar Sigvaldasonar, Birgis Sigurðssonar og dr. Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur. Tölur þessa sæmdarfólks vara í 5-10 mínútur.

Nánari upplýsingar um dagskrá koma síðar.

Stjórn Hálendishópsins skipa eftirtaldir:
Anna Margrét Bjarnadóttir, leiðsögumaður (vs: 569 1070, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Birgir Sigurðsson, rithöfundur (hs: 551 3063, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Bjarnheiður Hallsdóttir, ferðamálafræðingur (553 5021, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Hilmar J. Malmquist, líffræðingur (vs: 554 0630, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Hjálmar H. Ragnarssson, tónskáld (hs: 564 4717).

Almennur fundur um verndun náttúru miðhálendisins. HÁSKÓLABÍÓ - Laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 14:00.

Að fundinum standa einstaklingar, ýmis náttúruverndarsamtök og útivistarfélög.

Á undirbúningsfundi þ. 27. október sl. voru kynnt meginmarkmið með fundinum í Háskólabíói:

a) Að efla og sýna samstöðu náttúruunnenda um það að ósnortin náttúra
miðhálendisins sé einhver dýrmætasta auðlegð þjóðarinnar.

b) Að efla vitund almennings um að á miðhálendinu er stærsta víðerni
Evrópu, slíkum svæðum fari mjög fækkandi á jörðinni og það sé skylda
okkar gagnvart umheiminum að varðveita þetta ósnortna land.

c) Að gera landsmönnum ljóst að ef við eyðileggjum náttúruperlur þessa
landsvæðis með mannvirkjagerð verði þær ekki endurheimtar, þær verði
okkur og niðjum okkar að eilífu glataðar.

d) Að sýna fram á að verði Þjórsárver skert frekar en orðið er og
Eyjabökkum sökkt undir miðlunarlón hafi náttúru Íslands verið unnið
óbætanlegt og óafsakanlegt tjón, enda hafi þessi einstæðu gróðursvæði
miðhálendisins alþjóðlegt mikilvægi sem varplönd og sumarheimkynni
þúsunda fugla.

e) Að krefjast þess af stjórnmálamönnum að þeir snúist gegn fyrirhuguðum
stórvirkjunum á miðhálendinu og beiti sér fyrir því að ósnortin
náttúruauðlegð þess verði vernduð í þágu vistvænnar ferðamennsku.

f) Að hvetja alla náttúruunnendur til þess að berjast fyrir ofangreindum
markmiðum þar til fullur sigur er unninn.

Stjórn Hálendishópsins.