Helgina 19. til 21. ágúst s.l. var haldin hin nokkuð árlega hjólaferð Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Keyrt var á föstudagskvöldi, á tveimur bílum, upp í Kerlingarfjöll (Ásgarð), þar sem félagar á vegum björgunarveita gista frítt á tjaldstæðinu. Á laugardeginum var hjólað, ásamt fylgdarbíl, í brakandi sól og þurrki rangsælis um Kerlingarfjöll, með viðkomu hjá Kerlingunni, upp hjá Leppistungum (ógreinilegur slóði) í skálann Klakk þar sem var gist og grillað. Á sunnudeginum var ögn úrkoma og þoka um morguninn, og því farin svokölluð neðri leið. Hjólað var niður úr þokunni skammt ofan við Kisubotna og síðan áfram framhjá Setri og aftur í Kerlingarfjöllin. Fínn tveggja daga hringur.

Fyrsta ferðin sem ég fór í með Fjallahjólaklúbbnum var Þórsmerkurferð haustið 2013. Þá hafði ég vitað af klúbbnum í einhvern tíma en ekki látið verða af því fyrr að slást í hópinn. Ég hafði horft á einhverjar ferðir áður og hugsað með mér að þetta gæti verið eitthvað skemmtilegt en ekki látið verða af því fyrr að láta vaða.  Ég bjó þá úti á landi og hafði mest verið að hjóla ein á mínu heimasvæði. Hafði reyndar í mörg ár verið með hjólafestingar á bílnum og tekið hjólið með mér vítt og breytt um landið og hjólað þegar ég ferðaðist um landið. En ég hafði aldrei áður farið í eiginlega hjólaferð.  Fram að þessu hafði ég aðallega hjólað ein og vissi því ekkert hvernig ég stæði getulega gagnvart hóp sem þessum.

Ég var orðin algert sófadýr og stefndi hraðbyri í ógöngur með heilsuna. Ég vissi að ég þyrfti að taka mig á. Einn daginn tilkynnti ég því manninum mínum að ég yrði að gera breytingar á lífinu og ég væri bara þannig gerð að til þess að ég næði að standa með mér þyrfti ég að fá dellu. Hjól væri örugglega besti kosturinn fyrir mig, því við hjónin hefðum jú hjólað mikið á yngri árum; „Bjössi, ég ætla að fá hjóladellu“. Þetta var í byrjun maí 2012.

Í ferðum mínum sem fararstjóri í hjólreiðaferðum erlendis er auðvitað ýmislegt sem fyrir augu hefur borið. Eins og þau vita sem hafa ferðast með mér þá er ég yfirleitt með myndavélina hangandi í bandi um hálsinn og tek myndir í allar áttir  í tíma og ótíma. Þær myndir sem  hér fylgja með eru oftar en ekki teknar þannig og því æði misjafnar að gæðum, en fanga í sumum tilfellum augnablik einungis af því að vélin var til staðar. Ekki er það þó algilt og er aukaatriði í þessu sambandi, en myndirnar og textarnir tala sínu máli Gjörið svo vel!

Að hjóla Kjalveg hefur verið vinsælt meðal bæði innlendra og erlendra hjólreiðamanna. Auðvelt er að skilja af hverju lagt er á þennan veg. Þarna eru engar óbrúaðar ár sem heitið getur, fjöldi skála og gistimöguleika eru á svæðinu, rútur ganga þarna reglulega um, landslagið er stórbrotið á milli jöklanna þegar til þeirra sést og laugin á Hveravöllum nauðsynlegur áfangastaður til þess að slaka á og hreinsa sig eftir afrek ferðarinnar.

Svipmyndir úr ferð Fjallahjólaklúbbsins um Þórsmörk haustið 2014. Myndir í þessu albúmi eru teknar af nokkrum í ferðinni. Hrönn, Geir, Stefáni, Ólöfu.

Nýuppgerð kaffistofa klúbbsins var formlega vígð og setustofan sett í hátíðabúning til að fagna sólstöðum og aðventu 4 des 2014. Geir Harðar fangaði stemninguna þessa notalegu kvöldstund í þessum myndum. Í boði var eðal-kaffi Arnalds, vöfflur, heimabakað frá Hrönn, piparkökur, jólaglögg og fleira góðgæti.