Hjólaleikfélagið heitir nýtt verkefni sem Arnaldur Gylfason stýrir með góðum samstarfsmönnum og starfar undir merkjum Fjallahjólaklúbbsins. Það stóð fyrir námskeiðum sem nefnast Hjólaleikni fyrir börn í þremur bekkjum í Vesturbæjarskóla í síðustu viku.


Markmið námskeiðsins er að kenna jafnvægi og stjórnun og sýna möguleika hjólsins sem leiktækis. Blandað er saman skemmtilegri sýnikennslu við hjólaþrautir sem börnin leysa með áherslu á athygli og einbeitingu.

Verkefnið hefur fengið styrk frá ÍTR í samvinnu við Vesturgarð, þjónustumiðstöð Vesturbæjar, og verður haldið áfram með fleiri námskeið í vesturbæ næsta haust.

Það var líf og fjör á námskeiðunum eins og sést á þessum svipmyndum sem Óskar Jónasson og Guðrún Linda Sverrisdóttir, kennari í Vesturbæjarskóla, tóku.