Í ævintýralegri ferð okkar um Ísland sumarið 2012 tókum við upp þessa stuttmynd meðan við könnuðum þetta fallega land og auðnir hálendisins á Kjalvegi.

Ævintýraferðin er hluti af verkefni sem kallast "Scopri Il Mondo Sui Pedali" (kannaðu heiminn með pedölum) sem varð til þegar fjórir vinir báru saman hugmyndir sínar í tilraun til að endurskilgreina ferðalagið. Það er að öðlast nýtt sjónarhorn á heiminn, að deila  löngun eftir fróðleik, virðingu og samstöðu með öðru fólki og í ólíkri menningu. Verndun umhverfis, náttúru, jarðfræði- og sögulega arflegð þeirra staða sem eru heimsóttir. Verkefnið leitst við að forðast þægilegustu fararmátana en komast þó örugglega á einstaka staði og að upplifunin verði ógleymanleg.

Eftir ferðina um um „North Cape“ 2010 var ákveðið að kanna Ísland á reiðhjólum ásamt göngu og bátsferðum. Hópurinn hjólar yfir 1200 km. án aðstoðar og treystir aðeins á sjálfan sig á ferð um öfgafull landið sem liggur um heimskautsbaug.

Eldfjöll, jöklar, hraun, jarðhitasvæði og svartar strendur ásamt áhrifum veðurs og breytilegrar birtu mynda villt landslag sem minna á upphaf eða enda veraldar.

Bíómynd um ferðalagið er væntanleg.

Discover Iceland on Pedals from Enrico Macrelli on Vimeo.

Lauslega þýtt - Páll Guðjónsson - vimeo.com/55711672

Fleiri myndbönd frá þessu skemmtilega fólki: