Hjólað berbaktÁ Menningarnótt í Reykjavík 2009 mættust glaðir hjólakappar kl. 15 á Miklatúni og rúlluðu þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn. Fólk var hvatt til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð eða að mæta í búningum eða skrautlegum fötum.

Hér má sjá glæsilegar myndir frá bræðrunum Magnúsi Bergs og Jóni Erni Bergs

Með slagorð á beru baki

Hún Hjóla-Hrönn fjallar um þetta á blogginu sínu og setti myndband á youtube

Frumkvæðið kom frá Bryndísi (Þóru) Þórisdóttur, og hún stóð sig með prýði í samstarfinu við borgina þannig að þetta varð hluti af dagsskrá Menningarnætur. Þetta var mikið til auglýst upp á Facebook og á póstlista Fjallahjólaklúbbsins. Sjá nánar hér:  http://tinyurl.com/hjolumberbakt ( Myndir sýnilegar etc ef maður er loggaður á Facebook)

Páll Guðjónsson og Morten Lange