tjarnarspretturinn 2008 Það var mikil hjólahátíð á Samgönguvikunni þann 20. sept. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Landssamtök hjólreiðamanna og fleiri aðstoðuðu við hjólalestir sem löguð af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og mættust síðan allar í Nauthólsvík. Þaðan var síðan hjólað í stórri hjólalest að Ráðhúsinu þar sem við tók fjölbreytt dagskrá sem Hjólareiðafélag Reykjavíkur átti stóran þátt í. Á vef þeirra hfr.is má lesa meira um keppnirnar og skoða fjölda mynda frá viðburðunum en hér eru myndir sem Páll Guðjónsson tók við Tjörnina. Á síðustu myndinni er verið að afhenda nýtt stígakort Reykjavíkur sem minnir meðal annars á það mikilvæga atriði að reglulegar hjólreiðar lengja lífið !