Hjólhesturinn Við minnum á að það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla. Þetta verður hefðbundið fréttabréf en ekki „Hjólreiðabæklingur fullur af dönskum dömum“ eins og einhver komst að orði um sérútgáfunar í fyrra og 2010.

Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki, hugsanlega eftir innblástur úr Hjólreiðabæklingunum sem við höfum dreift samhliða Hjólað í vinnuna keppninni síðustu tvö vor.

Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.

Skilafrestur á efni er út mánuðinn. Þó væri gott að heyra sem fyrst frá þeim sem eru með efni í undirbúning. Hver síða rúmar 6-700 orð / 3200-3500 slög en minna með myndum. - Það er skemmtilegra að hafa myndir með og reynum við að hafa amk. eina flotta opnumynd ef að líkum lætur. Eldri Hjólhesta má lesa hér..

Einnig vantar okkur aðstoð við að afla auglýsinga til að fjármagna blaðið.

Ritnefnd This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

rvk-hjolavisarJHJ_044cr.jpg Fimmtudaginn 26. jan verður opið hús þar sem góðir gestir frá Reykjavíkurborg mæta og hafa framsögu um hjólreiðar í borginni. Þetta eru Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs, og varaformaður ráðsins, Kristín Soffía Jónsdóttir. Þau ræða stefnu borgarinnar í hjólreiðamálum og hvernig þau sjá fyrir sér framtíðarskipulag samgöngumála þar sem saman fara ólíkir samgöngumátar. Og sitthvað um snjómoksturinn góða.  Við vonumst til að sjá sem flesta og nú er tækifærið til að spyrja fulltrúana út í málin.

Af þessu tilefni má minna á að hlusta má á framsögu og horfa á glærur Dags B. á ráðstefnu LHM síðasta haust þar sem hann kynnti ýmisar nýjar áherslur hjá Reykjavíkurborg. Allar glærur og hljóðupptökur má nálgast hér áf vef Landsamtakanna: Hjólum til framtíðar, ráðstefna um eflingu hjólreiða til samgangna 

Húsnefndin er búin að taka saman dagskrá fyrir klúbbhúsið okkar og verður ýmislegt nýtt í bland við sígild myndakvöld, námskeið og kaffihúsakvöld.

Dagskráin er komin á dagatalið okkar ásamt vikulegum hjólaferðum LHM frá Hlemmi þar sem allir fá leiðsögn í tækni samgönguhjólreiða.

Góðan daginn.

Minni á opið hús í kvöld. Ný gögn frá Reykjavíkurborg um snjómokstur verða til sýnis og umræðu. Við getum kallað þetta undirbúning fyrir heimsókn til okkar frá fulltrúa borgarinnar sem verður auglýst síðar. Allir áhugamenn um málefnið eru hvattir til að mæta. Sem fyrr er viðgerðaraðstaðan opin og kaffi og meðþví á baðstofuloftinu.

Húsnefnd

l_image4ef16b4e9c3f4.jpgÚt var að koma hjá Vestfirska forlaginu handbók um hjólreiðaleiðir á Vestfjörðum og kemur hún hjólreiðafólki í góðar þarfir þegar sumrar. Þar eru meðal annars lýsingar á nokkrum leiðum sem liggja um Reykhólahrepp. Handbókin heitir Hjólabókin og undirtitill er Dagleiðir í hring á hjóli. Höfundur er Ómar Smári Kristinsson á Ísafirði. Í riti þessu, sem er nýlunda hérlendis, er að finna ítarlegar upplýsingar um fjórtán freistandi dagleiðir í hring á hjóli.

mbl-111227.jpg Hrönn Harðardóttir lætur snjóinn og slabbið ekki aftra því að hún hjóli í vinnuna á degi hverjum. Á síðasta ári hjólaði hún 6000 kílómetra yfir árið en það jafngildir tæplega fjórum og hálfri ferð umhverfis landið. En talið er að þeir skipti hundruðum sem nýti sér þennan samgöngumáta að staðaldri.

jolahjolasveinn.jpg

Fjallahjólaklúbburinn býður til samkomu fimmtudaginn 15. desember næstkomandi til að fagna því að daginn fer bráðum að lengja.

Boðið verður upp á ungverska hjólasúpu að hætti Einars hjólahvíslara og óvæntum gestakokki.

Einnig verður boðið upp á kaffi, espresso og piparkökur ásamt vöfflum að hætti Árna "hjólapostula". Ef hugurinn leitar annað þá er ekki bannað að koma með eitthvað með sér. Hugsanlega má grípa í spil eða stoppa í gamla sokka.

Húsið opnar klukkan 19:15 og er opið gegnum og gangandi. Þetta verður afar ódýrt og líklega bara frjáls framlög í baukinn, 3-500 kr.

22. og 29. des verðum við í jólafríi og því verður ekki opið hús þá daga en við opnum aftur 5. janúar kl. 20 eins og venjulega.

Húsanefnd

Fimmtudaginn 8. des. verður kynning í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 á ljósum, t.d. nýju ljósi Urban 500 fra Light and Motion sem er ótrúlega öflugt miðað við verð. Allir áhugamenn eru hvattir til að mæta því að alvöru ljós þurfa alls ekki að kosta mjög mikið.

Nánar hér: http://www.bikelights.com/urban500.html

Húsið opnar kl. 20:00

Í næstu viku er svo fyrirhugað aðventukvöld í klúbbhúsinu. Nánar um það seinna en takið frá fimmtudaginn 15. des.

Kveðja,
Húsnefnd

Samhjól er hjólaviðburður sem er opinn öllum og ókeypis. Fjölmargir hjólahópar eru starfandi og þessi viðburður er hugsaður til að sameina litlu hópana í einn stóran það skiptið. Allir eru velkomnir óháð styrkleika

dscf1317ww.jpg Núna á fimmtudagskvöldinu verður kompukvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2. Kompukvöld er sölu og skiptimarkaður fyrir allt sem tengist hjólreiðum, búnaður og föt og jafnvel heilu hjólin. Undanfarin ár hafa þessi kvöld verið hin líflegustu og margir gert mjög góð kaup. Heitt á könnunni og léttar veitingar. Líflegt spjall og góður félagsskapur. Húsið verður opið kl 20:00 - 22:00.

Húsnefnd.

 

Núna er tími til að njóta fagurra haustlita í góðum félagsskap.  Hjóluð verður Nesjavallaleið yfir að Þingvallavatni, niður Grafninginn, framhjá Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og að Álftavatni, þar sem gist verður í góðum bústað.  Uppábúin rúm, heitur pottur, hægt að róa út á vatnið, grill og kósíheit. 

Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Þessar ferðir eru ekki ósvipaðar þriðjudagskvöldferðum Fjallahjólaklúbbsins á sumrin en áherslan er hér á samgönguhjólreiðar í borginni og mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.

ífhkAðalfundur ÍFHK verður haldinn 27. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hjólaleiðir um EvrópuÍ síðustu viku bættust tvær leiðir við EuroVelo hjólaleiðirnar sem liggja um alla Evrópu. Nýju leiðirnar bæta 10.000 km við netið sem á að vera fullklárað 70.000 km árið 2020. Nú þegar eru 45.000 km tilbúnir og get ég heilshugar mælt með þessum hjólaleiðum um Evrópu eftir að hafa prófað nokkrar þeirra. Önnur nýja leiðin liggur eftir járntjaldinu gamla.

Félagar, Þá er komið að 9. og jafnframt síðustu sumarferð klúbbsins á þessu ári. Farið verður í fremur létta helgarferð upp í Árnessýslu nk. föstudag,  gist tvær nætur í Hólaskógi og hjólað eftir leyndum stígum og götum útfrá gististað.

Allar skráningar og upplýsingar eru hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ferðanefnd annast flutning á hjólum ef óskað er. Mæting er kl. 20 að Brekkustíg 2.

Endilega skráið ykkur sem fyrst

radstefna.jpg

Í upphafi samgönguviku í ár, þann 16. september, standa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu með yfirskriftina Hjólum til framtíðar.  Ráðstefnan verður haldin í Iðnó.  Áhersla ráðstefnunnar er á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin.

Þrír erlendir fyrirlesarar eru væntanlegir til landsins vegna ráðstefnunnar en auk þeirra munu íslenskir fyrirlesarar flytja erindi. Þar á meðal er innanríkisráðherra sem ávarpar ráðstefnuna og tekur þátt í pallborðsumræðum.

Dagskrá og skráning hér

 

Þriðjudaginn 6 september verður lokahóf þriðjudagsferða. Mæting eins og venjulega við Fjölskyldu og húsdýragarðinn kl 19:30, þaðan hjólað í grillpartý hjá GÁP og snæddar pylsur með öllu.  Það er tvísýnt hver er sigurvegari í ár, en gefandi mætingabikarsins er Hákon J. Hákonarson, sem einnig hefur gefið klúbbnum veglegan farandbikar.
Kv. Hrönn

8. sumarferð Fjallahjólaklúbbsins nk. sunnud. 4. sep. Nú verður sett í lága drifið og haldið áfam á sömu braut og þegar Svínaskarðið var hjólað fyrr í sumar. Krefjandi dagsferð um Skarðsheiði um 50 km leið. Hittumst við Ölver kl. 11. Hjólað verður bratt og gróft. Erfiðleikastig 8/10. Þetta puð hentar þeim sem vilja reyna rækilega á sig og hjólin.

spr3.jpgÞá er komið að 7. sumarferð IFHK sem að þess sinni er 2 daga fremur auðveld hjólaferð frá Landmannalaugum að Hellu. Gist verður á leiðinni, í Dalakofanum við góðan kost.
 
Ferðatilhögun er eftirfarandi:

Á fyrsta degi Evrópsku Samgönguvikunnar 2011, 16. September munu Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólaráðstefnu í Reykjavík. Aðalþema ráðstefnunnar er efling hjólreiða og hvernig vinna má að hjólaframkvæmdum fyrir lítið fé.

Unnið er að því að fá 2 – 3 erlenda fyrirlesara til landsins en auk þess verður Þorsteinn Hermannsson ráðgjafi í Innanríkisráðuneytinu, Umferðastofa og fleiri innlendir aðilar með framsögu. Fundarstjóri verður Gísli Marteinn Baldursson.