Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta þessari ferð um óákveðinn tíma.

Lagt af stað á bílum frá Reykjavík laugardaginn 27 júlí kl 8:30.  Keyrt til Víkur, þar sem gist verður á vel útbúnu tjaldsvæði.  Hægt að sitja inni í rúmgóðu skýli, hita sér vatn og rista brauð.  Kl 11:00 verður hjólað upp í Þakgil eftir ágætum malarvegi, þaðan þræddur árfarvegur Kerlingardalsárinnar nokkra kílómetra, uns komið er á sæmilegan sveitaveg vestan megin við ána.  Brunað niður að Vík á malbikinu og sólstólarnir dregnir fram.   Farið út að borða um kvöldið.  Þetta landsvæði er ákaflega fallegt, bakgarðurinn að Þórsmörk er í senn hrikalegur og tignarlegur.  40 km dagleið, og búast má við 6-8 klst með hæfilegum sólbaðspásum.  Erfiðleikastig 7 af 10.  Upplagt að taka með vaðskó og lítið handklæði.

Á sunnudag verður hjóluð 30-40 km dagleið, það fer eftir veðri, vindum og óskum ferðalanga hvert verður hjólað, kannski í nágrenni Víkur eða Fljótshlíðin eða einhver önnur áhugaverð leið.

Bókanir og fyrirspurnir sendist á email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Ekkert gjald, en fólk tekur þátt í aksturskostnaði (kr 5000 fyrir sig og hjól) og greiðir sjálft fyrir gistingu.  Vinsamlega takið fram við bókun hvort viðkomandi geti boðið far eða vanti far fyrir sig og hjólið.