jolahjolasveinn.jpg

Fjallahjólaklúbburinn býður til samkomu fimmtudaginn 15. desember næstkomandi til að fagna því að daginn fer bráðum að lengja.

Boðið verður upp á ungverska hjólasúpu að hætti Einars hjólahvíslara og óvæntum gestakokki.

Einnig verður boðið upp á kaffi, espresso og piparkökur ásamt vöfflum að hætti Árna "hjólapostula". Ef hugurinn leitar annað þá er ekki bannað að koma með eitthvað með sér. Hugsanlega má grípa í spil eða stoppa í gamla sokka.

Húsið opnar klukkan 19:15 og er opið gegnum og gangandi. Þetta verður afar ódýrt og líklega bara frjáls framlög í baukinn, 3-500 kr.

22. og 29. des verðum við í jólafríi og því verður ekki opið hús þá daga en við opnum aftur 5. janúar kl. 20 eins og venjulega.

Húsanefnd