Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla hefur verið í vinnslu undanfarið ár og voru drög að endurskoðaðri reglugerð til umsagnar hjá Innanríkisráðuneytinu í ágúst s.l. Markmið yfirvalda var að uppfæra reglugerðina og var meðal annars höfð hliðsjón af reglugerðum nágrannalandanna. Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemdir við drögin á fyrri stigum og einnig á umsagnarstigi og viljum við meina að margt hafi verið fært til betri vegar. Reglugerðin hefur ekki verið gefin út í endanlegri mynd en síðustu drög  eru vel viðunandi fyrir okkur sem hjólum.

https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29359

Núgildandi reglur: http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/oryggisbunadur/

Mynd: http://www.visir.is/ny-reglugerd-eykur-oryggi-og-umferd/article/2015708069929

Hjólhesturinn 25. árg. 1. tbl. mars. 2016