Þetta er hjólaferð, svo takið hjólin með.  Það verður hins vegar ekki ákveðið fyrr en á staðnum hvert verður hjólað, en dagleiðir verða léttar og stuttar.  Fara eftir veðri, vindum og ásigkomulagi knapa.  Gist er í góðum bústað í Brekkuskógi með heitum potti.  Við munum elda og borða saman á laugardagskvöldinu.  Í morgunmat á lau og sun er hafragrautur.

Ferðin kostar 7.000 krónur, innifalið er gisting, kvöldverður og hafragrautur tvo morgna.  Við munum sameinast í bíla og keyra í bústaðinn á föstudaginn.  Kostnaður per farþega og reiðhjól er 2000 krónur sem greiðist bílstjóra.

Bókun sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., takið fram hvort þið getið boðið far eða vantar far.

Þessi mynd er tekin á þessum slóðum í fyrra, það er aðeins minni snjór en búast má við einhverri vætu.  Aðallega í heita pottinum.

-Ferðanefnd