Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Previous month Previous day Next day Next month
Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Uxahriggir - Húsafell
From Föstudagur 07 júlí 2017
To Sunnudagur 09 júlí 2017

7.-9. júlí. Það er önnur harðjaxlaferð hjá okkur þessa helgi.  Haldið frá Þingvöllum að kvöldi föstudags upp Uxahryggi áleiðis að Kaldadal. Beygjum af leið og höldum í Lundareykjadal. Tjaldstæði / gist þar sem okkur þykir hentugast, úti í náttúrunni.  Daginn eftir er haldið að Kleppjárnsreykjum og Reykholti. Gist að lokum í Húsafelli.  Daginn eftir er haldið upp Kaldadal alveg þar til komið er til Þingvalla aftur.  Þeir allra hörðustu geta hjólað alla leið til Reykjavíkur.  Þetta er ferð með allan farangur, tjöld og mat. Hjólin þurfa að vera nokkuð góð og búnaður til að bera farangurinn á að vera á bögglabera eða í vagni, má ekki vera á bakinu.  Fararstjóri er Friðjón.  Erfiðleikastig 9.

 

Nánari upplýsingar og skráning:

Friðjón - photographybyfridjon@gmail.com
Sími  847-6943.

 


 - Föstudagurinn 7.júlí :
Hittumst á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum kl. 20:00. Þar við er vegurinn sem við förum, áleiðis að Kaldadal. Fólk kemur sér sjálft á staðinn en getur sameinast í bíla frá Reykjavík. Hjólum svo Uxahryggjaleið (550) og fljótlega fundinn hentugur náttstaður.


- Laugardagurinn 8. júlí :

Hjólað áleiðis að Kaldadal en beygt af leið til vesturs að Lundarreykjadal. Þaðan er haldið að Kleppjárnsreykjum og Reykholti. Í lok dags er gist í tjaldi í Húsafelli. 


- Sunnudagurinn 9. júlí :

Haldið af stað til suðurs frá Húsafelli áleiðis Kaldadal. 

Þeir sem vilja hjóla alla leið í Mosfellsbæ er það velkomið.

Hjólin þurfa að vera í góðu standi og allir verða að geta borið eigin búnað. Töskur eða vagn, ekki í bakpoka. Athugið að hægt er að leigja töskur og bögglabera í Reiðhjólaversluninni Erninum. 

 

Búnaður:

Tjald
Svefnpoki
Dýna
Eldunartæki / prímus (?)
Varahlutir - hver í sitt eigið hjól s.s. gírhengja, slöngur o.þ.h.
Fatnaður til að hjóla í og einnig þegar komið er á náttstað.
Matur
Sundföt
….og eflaust margt fleira.