Í ferðum mínum sem fararstjóri í hjólreiðaferðum erlendis er auðvitað ýmislegt sem fyrir augu hefur borið. Eins og þau vita sem hafa ferðast með mér þá er ég yfirleitt með myndavélina hangandi í bandi um hálsinn og tek myndir í allar áttir í tíma og ótíma. Þær myndir sem hér fylgja með eru oftar en ekki teknar þannig og því æði misjafnar að gæðum, en fanga í sumum tilfellum augnablik einungis af því að vélin var til staðar. Ekki er það þó algilt og er aukaatriði í þessu sambandi, en myndirnar og textarnir tala sínu máli Gjörið svo vel!