Óvissu og afmælisferð Fjallahjólaklúbbsins verður farin um næstu helgi, 23-24 ágúst en klúbburinn er 25 ára á þessu ári.  Mæting við Olís bensínstöðinni Norðlingaholti kl 8:00 og fólk, hjól og farangur verður ferjað úr bænum eitthvert upp á hálendið.  Hvert það verður veit víst enginn, né hver mun leiða hópinn en það verður gist í skála með hvítu postulíni, etið ket og drukkið öl.  Kannski mætir einhver með gítar, kannski einhver með harmoniku en orgel eru vinsamlega afþökkuð. 

Verð er 25 þúsund og innifalið er akstur úr bænum, gisting í skála, kvöldverður og hafragrautur næsta dag. 

Dagleiðirnar eru mátulega erfiðar, ekkert voðalega langar og ættu að vera flestum færar. 

Ef einhver er í vafa um hvort ferðin sé of erfið er viðkomandi bent á að hafa samband við Hrönn, þó að hún hafi eiginlega ekkert með þessa ferð að gera og óvíst að verði með í för...  En mun sjá um að taka niður bókanir.  email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími 823-9780  Takmarkaður sætafjöldi og góð bókun í ferðina nú þegar.

-Ferðanefnd

Mynd úr myndasafni og tengist ferðinni ekkert.