Hjólaferðin hefst á Sandártungu í Þjórsárdal, laugardaginn 26 júlí kl 12:00.  Hjólað um línuveg og skógarslóða.  Ca 30 km.  Erfiðleikastig 5 af 10.  Um kvöldið er sameiginleg máltíð og kvöldvaka, gist í Hólaskógi í svefnpokaplássi.  Takið sundföt með, aldrei að vita nema Þjórsárlaug verði mátuð.

Á sunnudag verður hjóluð 25 km dagleið, hjólað frá Hólaskógi, Gjáin skoðuð og hjólað í kring Skeljafell aftur að Hólaskógi.  Erfiðleikastig 5 af 10.  Komið við á einhverri hamborgarabúllu á leiðinni í bæinn þar sem menn kveðjast með virktum og tárum.

Bókanir sendist á email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Verð 7000, innifalið gisting, sameiginlegur kvöldmatur og hafragrautur að morgni.  Fólk tekur þátt í aksturskostnaði (kr 3000 fyrir sig og hjól).  Vinsamlega takið fram við bókun hvort viðkomandi geti boðið far eða vanti far fyrir sig og hjólið.